Brennu-Njáls saga II

50 Sigfússynir og menn þeirra áðu við ána eins Kári hafði búist við. Hann gekk út á lítið nes og bað Björn að standa að baki sér og hafa sig ekki mikið frammi, en gera það gagn sem hann gæti. „Hitt hafði ég ætlað,“ segir Björn, „að hafa engan mann að hlífiskildi en þó er nú þar komið að þú munt ráða.“ Þeir Sigfússynir urðu nú varir við þá og hlupu að þeim. Kári vó strax þann fyrsta sem réðist á hann. Þá skaut Grani Gunnarsson spjóti að honum en Kári greip það á lofti og skaut aftur að Grana. Grani hafði skjöld fyrir sér og fór spjótið í gegnum skjöldinn og lærið og svo í völlinn og komst hann ekki af því fyrr en félagar hans drógu hann af. Björn sá að einhver ætlaði að höggva fót undan Kára, hann steig til hliðar og hjó af honum höndina en skaust síðan aftur bak við Kára. Kári slæmdi þá til mannsins sverðinu og hjó hann í sundur í miðju. Þá hljóp Lambi Sigurðarson að Kára og hjó til hans með sverði en Kári brá við skildinum. Kári lagði til hans sverðinu framan í brjóstið svo að út gekk meðal herðanna. Kári vó tvo aðra menn en Björn hafði sært þrjá menn sem höfðu ætlað að vinna á Kára en barðist þó aldrei þannig að neitt reyndi á hann. Hvorki Kári né Björn voru særðir en allir sem

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=