48 annarri hendi en sverð í hinni og lagði þrjá menn að velli. Ketill úr Mörk sá í hvað stefndi og mælti: „Hlaupum til hesta okkar, við ráðum ekki við þessa ofureflismenn.“ Þeir riðu þá undan tíu saman en Þorgeir spurði Kára hvort hann vildi elta. Kári neitaði því og sagðist ekki vilja ráðast á Ketil því þeir væru kvæntir systrum. Þeir létu þá gott heita. Síðu-Hallur ráðlagði Flosa að sættast nú við Þorgeir skorargeir. Kári hvatti Þorgeir einnig til sátta en vildi þó ekki sjálfur sættast. Hann sagðist hafa hefnt brennunnar en ekki sonar síns og ætla sér einum að hefna hans. Þorgeir og Flosi sættust þá að fullu. Kári bað Þorgeir að annast Helgu konu sína og dætur og allt sitt fé meðan hann lyki hefndinni. Eftir það reið hann upp í Þórsmörk og kom í bæinn Mörk. Þar bjuggu Björn hvíti Kaðalsson og Valgerður kona hans en hún var frænka Gunnars á Hlíðarenda. Valgerður hafði verið gefin Birni til fjár og unni honum lítið. Björn var maður sjálfhælinn en húsfreyju hans þótti það illt. Kári bað Björn að vera í ferðum með sér. Björn tók vel í það. „Hvorki tel ég mig skorta,“ segir hann, „skyggnleik né áræði eða nokkra karlmennsku.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=