Brennu-Njáls saga II

47 því fjarri að sættast á sín mál og kvaðst Þorgeir skorargeir standa með honum. Fyrir orð virtra manna féllust höfðingjarnir úr liði Kára hins vegar á að taka sáttum. Flosi kvaðst þá einnig reiðubúinn að sættast. Var þá handsalað í 12 manna dóm og gert um brennumálin. Njál skyldi bæta þrennum manngjöldum en Bergþóru tvennum. Víg Skarphéðins skyldi jafnt og víg Höskuldar Hvítanesgoða. Tvennum manngjöldum skyldi bæta hvorn þeirra, Grím og Helga. Þá skyldu ein manngjöld koma fyrir hvern hinna er brunnið höfðu inni. Á víg Þórðar Kárasonar var ekki sæst. Flosi var dæmdur í útlegð og allir brennumenn. Ef þeir yrðu ekki farnir eftir þrjá vetur væri leyfilegt að drepa þá. Var þessi sætt nú handsöluð og efndist öll. Höfðu nú allir ættingjar og vinir Njáls samið um sættir nema Kári og Þorgeir skorargeir. Kári og Þorgeir héldu nú saman í hefndarför. Þeir fundu Sigfússyni og menn þeirra austur í Kerlingardal og voru þeir fimmtán saman. Þorgeir reiddi Rimmugýgi báðum höndum og hjó tvo menn til bana í fyrsta höggi. Kári var með spjót í

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=