Einungis var brunninn af honum einn fingur sem hann hafði rétt upp undan húðinni. Þá leituðu þeir Skarphéðins og fannst hann þar sem menn höfðu heyrt vísuna kveðna. Fæturnir voru brunnir upp að hnjám en allt annað óbrunnið. Hann hafði bitið á jaxlinn og var með opin augu. Hann hafði rekið öxi sína, Rimmugýgi, í vegginn. Kári lagði til að Þorgeir skorargeir, bróðursonur Njáls fengi öxina, því hann væri nú mestur manna í ætt hans. Þeir leituðu Gríms og fundu bein hans í miðjum skálanum. Alls fundu þeir bein af ellefu mönnum og fluttu þau til kirkju. Ásgrímur Elliða-Grímsson, tengdafaðir Helga Njálssonar, bauð öllum sem búið höfðu á Bergþórshvoli að dvelja hjá sér. Kári gat ekki sofið á nóttunni og talaði oft um Njál og Skarphéðin. Aldrei ámælti hann þó óvinum sínum eða talaði illa um þá. Kári og Flosi hófu báðir að safna liði. Um sumarið riðu þeir til þings með mikinn fjölda stuðningsmanna. Til Þingvalla komu nú höfðingjar úr öllum fjórðungum á landinu og hafði aldrei 44
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=