43 kveða vísu innan úr eldinum sem enn blossaði upp við og við. „Hvort mun hann hafa kveðið lifandi eða dauður?“ spyr Grani Gunnarsson. „Engum getum mun ég um það leiða,“ segir Flosi. Grani vildi þá leita í rústunum en Flosi kom í veg fyrir það og hvatti menn sína til að forða sér. Daginn eftir fékk Kári menn með sér að leita í rústunum. Þeir fundu uxahúðina og tóku upp og voru Njáll og Bergþóra óbrunnin undir. Síðan var sveinninn tekinn er legið hafði milli þeirra.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=