42 Flosi svarar: „Bæði munu menn kalla þetta stórvirki og illvirki.“ „Hversu margir hafa látist hér,“ spyr maðurinn. Flosi sagði honum lát Njáls og Bergþóru og sona þeirra allra, Þórðar Kárason og Kára Sölmundarsonar. Maðurinn mælir: „Dauðan segir þú þann sem ég ræddi við í morgun.“ „Hver er sá?“ segir Flosi. „Kári Sölmundarson og var brunnið af honum hárið og klæðin.“ „Hafði hann nokkur vopn?“ segir Flosi. „Hann var með sverð,“ segir maðurinn, „það hafði dignað í eldinum en hann sagðist ætla að herða það í blóði Sigfússona eða annarra brennumanna.“ Flosi varaði menn sína við og minnti á að Kári gengi næst Gunnari á Hlíðarenda um alla hluti. „Skuluð þið nú hugsa um það að svo mikil eftirmál munu verða um brennu þessa að margan mun það gera höfuðlausan en sumir munu missa allt sitt fé.“ Hann áminnti þá um að hælast ekki yfir dauða Njáls, því þeim væri enginn sómi í að hafa brennt hann inni. Einn manna hans spurði hvort Skarphéðinn væri dauður og heyrðist hann þá
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=