40 Þá mælti sá sem þar var næstur: „Stökk maður út af þekjunni?“ „Fjarri fór það,“ sagði annar, „Skarphéðinn kastaði logandi bjálka að okkur.“ Kári hljóp þar til hann kom að læk einum og kastaði sér ofan í hann og slökkti á sér eldinn. Þaðan hljóp hann með reyknum í gróf nokkra og hvíldi sig og er hún síðan kölluð Káragróf. Nú er að segja frá Skarphéðni að hann hleypur út á þvertréð á eftir Kára. En er hann kom þangað sem mest var brunnið þá brast það undir honum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=