Skarphéðinn hafði séð að faðir hans gekk til hvílu. Hann mælti: „Snemma fer faðir vor í rekkju og er það sem von er. Hann er maður gamall.“ Menn Flosa skutu spjótum inn en Skarphéðinn, Kári og Grímur gripu þau öll á lofti og sendu út aftur. Flosi bað þá hætta að skjóta og bíða þess að eldurinn ynni á þeim. Þá féllu stórviðirnir úr rjáfrinu niður. Skarphéðinn mælti: „Nú mun faðir minn vera dauður og hefur hvorki heyrst til hans stuna né hósti.“ Þeir gengu í skálaendann. Þar hafði þvertréð fallið niður og var brunnið mjög í miðju. Kári sagði Skarphéðni að hlaupa þar út, hann myndi sjálfur koma á eftir. „Nei, þú skalt hlaupa fyrri en ég mun þegar á hæla þér“, svaraði Skarphéðinn. „Þetta verður skilnaður okkar,“ sagði Kári. „Það hlægir mig,“ segir Skarphéðinn, „ef þú kemst burt að þú munt hefna okkar.“ Þá tók Kári upp logandi bjálka og hleypur út eftir þvertrénu. Hann hendir bjálkanum út af þekjunni og ofan á þá sem voru fyrir utan. Þeir hlupu undan. Þá loguðu klæðin öll á Kára og svo hárið. Hann steypir sér út af þekjunni og stiklar svo með reyknum. 39
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=