húsfreyja því að ég vil fyrir engan mun brenna þig inni.“ Bergþóra mælti: „Ég var ung gefin Njáli og hef heitið því að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði.“ Síðan gengu þau bæði inn. Bergþóra mælti: „Hvað skulum við nú til ráða taka?“ „Göngum til hvílu,“ segir Njáll, „og leggjumst niður, ég hef lengi kvöldsvæfur verið.“ Þórður Kárason dóttursonur þeirra var með þeim. Hann var í fóstri á Bergþórshvoli. Bergþóra bað hann að fara út. Hann svaraði: „Þú lofaðir mér, amma, að við myndum aldrei skilja meðan ég vildi vera hjá þér. Mér þykir miklu betra að deyja með ykkur en lifa eftir.“ Hún bar þá sveininn til hvílunnar. Njáll bað bryta sinn að að breiða yfir þau uxahúð og leggja á minnið hvar þau væru svo að bein þeirra myndu finnast. Þau lögðust niður í rúmið og lögðu sveininn á milli sín. Þá signdu þau sig og sveininn og fólu guði anda sinn og það var það síðasta sem heyrðist til þeirra. 38
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=