Brennu-Njáls saga II

37 Flosi svaraði: „Ég vil ekki sættast við syni þína, við munum ekki hverfa frá fyrr en þeir eru allir dauðir. En ég skal leyfa konum, börnum og húskörlum að ganga út.“ Njáll gekk þá inn og bað þá að ganga út sem hefðu til þess leyfi. Konurnar á bænum hvöttu Helga til að klæðast kvenbúningi og ganga út með þeim. Hann lét til leiðast og lögðu þær yfir hann kvenskikkju og földuðu hann með höfuðdúki. Helgi gekk út með konu sinni, systrum, mágkonum og fleira fólki. En er hann kom út þá mælti Flosi: „Þessi kona er hávaxin og mikil um herðar. Takið hana og haldið henni.“ Þegar Helgi heyrði þetta kastaði hann skikkjunni. Hann var með sverð undir henni og hjó til næsta manns og í sundur skjöld hans og af honum fótinn. Þá kom Flosi að og hjó á hálsinn á Helga svo að þegar tók af höfuðið. Flosi gekk þá að dyrum og kallaði: „Ég vil bjóða þér útgöngu Njáll bóndi því að þú brennur saklaus inni.“ Njáll mælti: „Ég vil ekki ganga út því ég er orðinn gamall og lítt fær um að hefna sona minna en ég vil ekki lifa við skömm.“ Flosi mælti þá til Bergþóru: „Gakk þú út

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=