35 á mönnum okkar. Nú er ljóst að við munum aldrei geta sigrað þá með vopnum. Eru nú tveir kostir til og er hvorugur góður. Annar er að hverfa frá og verður það okkur að bana, hinn er að bera eld að og brenna þá inni og er það stór ábyrgðarhlutur fyrir guði því að við erum kristnir. En þó munum við það til bragðs taka.“ Þeir tóku nú eld og gerðu mikið bál fyrir framan dyrnar. Þá báru konur mysu í eldinn til að slökkva hann en sumar báru vatn eða hland. Menn Flosa kveiktu þá eld í arfasátunni og báru inn undir loftið í skálanum. Þeir sem inni voru urðu ekki varir við eldinn fyrr en allur skálinn logaði yfir þeim. Njáll hughreysti heimafólk sitt og bað það að sýna æðruleysi. Hann gekk til dyra og spurði hvort Flosi heyrði til hans. Flosi kvaðst heyra. Njáll mælti: „Vilt þú taka sættum við syni mína eða leyfa nokkrum mönnum útgöngu?“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=