34 „Þeir hafa bæði mikið lið og harðsnúið,“ segir Skarphéðinn. Njáll lagði til að þeir færu inn en Skarphéðinn mótmælti: „Þeir munu sækja okkur með eldi um leið og þeir geta ekki annað því að þeir munu allt til vinna að drepa okkur.“ „Gerum eins og faðir okkar vill,“ segir Helgi, „það mun okkur best gegna.“ Skarphéðinn sagði föður þeirra vera feigan: „En ég get vel gert það fyrir hann að brenna inni með honum því að ég hræðist ekki dauða minn.“ Hann bað Kára að þeir fylgdust að og mælti: „Þú hefnir okkar, en við þín ef við lifum lengur.“ Kári samþykkti það og gengu þeir þá allir inn. Flosi mælti: „Nú eru þeir feigir. Nú skulum við raða okkur sem þéttast fyrir dyrnar svo að enginn komist út, því að það verður okkar bani.“ Menn Flosa hófu þegar að leggja til þeirra sem inni stóðu. Einn þeirra lagði til Skarphéðins en Skarphéðinn hjó spjótið af skaftinu og síðan í gegnum skjöld mannsins og féll hann dauður niður. Kári, Grímur og Helgi lögðu út mörgum spjótum og særðu marga menn en þeir Flosi gátu ekkert að gert. Flosi mælti: „Við höfum fengið mikinn skaða
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=