Brennu-Njáls saga II

31 Sæunn svaraði að arfasátan yrði tekin og kveiktur í henni eldur þegar Njáll og Bergþóra yrðu brennd inni. Kerling klifaði allt sumarið um arfasátuna en þó fórst ávallt fyrir að fjarlægja hana. Þegar átta vikur voru til vetrar stefndi Flosi öllum sínum mönnum til Svínafells. Þaðan riðu þeir saman og komu daginn eftir á Þríhyrningshálsa. Sama dag fóru Grímur og Helgi frá Bergþórshvoli og hugðust ekki koma heim um kvöldið. Nokkrar farandkonur urðu á vegi þeirra, þær sögðu þeim að þær hefðu séð Sigfússyni ríða með alvæpni og stefna upp á Þríhyrningshálsa. Bræðurnir vissu þá að lið Flosa væri komið til að hefna og ákváðu að snúa heim. Þetta sama kvöld bauð Bergþóra hjúum sínum að velja sér kvöldmat og sagði að þetta væri í síðasta sinn sem hún bæri mat á borð fyrir sitt fólk. Til marks um að orð hennar gengju eftir skyldu menn sjá að Grímur og Helgi kæmu heim áður en menn væru mettir. Þegar Bergþóra hafði borið matinn á borð sýndist Njáli eins og gaflveggirnir væru hrundir og blóðugt bæði borðið og maturinn. Öllum fannst mikið um þessa sýn öðrum en Skarphéðni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=