30 dauðir. Flosi bað menn að leyna þessari ráðagerð því að líf þeirra lægi við. Riðu nú allir heim af þingi. Njáll og synir hans voru allir á Bergþórshvoli um sumarið. Kári var þar með þeim því hann sagði að eitt skyldi yfir hann og syni Njáls ganga. Þar voru jafnan um þrír tugir vígra karla með húskörlum. Kerling nokkur var á Bergþórshvoli er Sæunn hét. Hún var fróð og framsýn en orðin mjög gömul og kölluðu Njálssynir hana gamalæra. Þó gekk flest eftir sem hún mælti. Það var einn dag að Sæunn þreif lurk í hönd sér og gekk að arfasátu einni. Hún barði hrúguna og bað hana aldrei þrífast. Skarphéðinn hló að og spurði hví hún abbaðist upp á arfann.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=