29 en kastaði bláum brókum til Flosa og kvað hann þarfnast þeirra frekar. „Því sagt er að þú sért brúður Svínfellsáss níundu hverja nótt og gerir hann þig að konu.“ Flosi hratt þá fénu og kvaðst engan pening vilja, annaðhvort yrði Höskuldur óbættur eða þeir myndu hefna hans. Njáll mælti: „Nú kemur það fram er mér sagði hugur um, að okkur mundu þungt falla þessi mál. Það mun fram koma er öllum mun verst gegna.“ Stuttu síðar stefndi Flosi stuðningsmönnum sínum í Almannagjá til að leggja á ráðin um hefnd. Þar söfnuðust hundrað menn saman. Þeir sóru hver öðrum trúnaðareiða og ákváðu að hittust við Þríhyrningshálsa þegar átta vikur væru til vetrar. Þaðan myndu þeir ríða til Bergþórshvols og sækja Njálssyni með eldi og járni þar til þeir væru allir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=