28 enda er það af illum rótum upp runnið. Vil ég gera ykkur kunnugt að ég unni meira Höskuldi en sonum mínum og heldur vildi ég hafa misst alla syni mína, og hann lifði.“ Njáll lagði til að málið yrði lagt í gerðardóm og féllst Flosi á það. Gerðardómararnir úrskurðuðu að Höskuldur skyldi dýrari en nokkur annar maður. Fyrir hann skyldu koma þrenn manngjöld eða sex hundruð silfurs og skyldi allt féð greitt á þinginu. Þeir lögðu sjálfir fram helming fjárins, Njáll, synir hans og Kári reiddu fram það fé sem þeir höfðu tiltækt, en til viðbótar gáfu vinir þeirra svo mikið að engan pening vantaði á. Njáll tók þá silkislæður og skinnstígvél og lagði ofan á hrúguna. Flosi hugði að fénu og sagði það bæði mikið og gott. Síðan tók hann upp slæðurnar og spurði hver hefði gefið þær, hann hló að en enginn svaraði. Skarphéðinn mælti: „Hver heldur þú að hafi gefið þær?“ Flosi mælti: „Það held ég að faðir þinn, karl hinn skegglausi, hafi gert því að margir vita ekki þegar þeir sjá hann hvort hann er kona eða karlmaður.“ Skarphéðinn sagði illa gert að sneiða að gömlum manni. Síðan tók hann til sín slæðurnar
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=