27 ég særi þig fyrir alla krafta Krists þíns og fyrir manndóm og karlmennsku þína að þú hefnir allra þeirra sára sem Höskuldur hafði á sér eða heitir hvers manns níðingur ella.“ Flosi kastaði af sér skikkjunni og rak hana í fangið á henni og mælti: „Þú ert hið mesta forað og vilt að ég taki upp það sem kemur okkur öllum verst og eru köld kvenna ráð.“ Honum brá svo við að hann var í andliti stundum rauður sem blóð en stundum fölur sem gras en stundum blár sem hel. Flosi reið á braut og hóf að safna liði fyrir málaferli á Alþingi. Hann leitaði til Sigfússona, föðurbræðra Höskuldar, en með þeim voru nú vinir Þráins, þeir Lambi, Gunnar og Grani, sem Skarphéðinn hafði gefið grið við Markarfljót. Þeir voru allir illir í garð Skarphéðins og bræðra hans. Njáll reið með sonum sínum að safna liði. Hann tryggði þeim liðveislu góðra höfðingja og fjölmenntu þeir til Þingvalla eins og Flosi. Flosi var tilbúinn að sættast en líka harðákveðinn að skiljast ekki við málið fyrr en yfir lyki. Þegar dæma átti í málinu varð þáttur Marðar í víginu opinber. Víginu hafði ekki verið rétt lýst og lögsóknin runnin út í sandinn. Um leið og það varð ljóst stóð Njáll upp og mælti: „Svo sýnist mér sem mál þetta sé ónýtt
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=