25 hún hafði klætt sig gekk hún með þeim út og fundu þau Höskuld veginn. Hildigunnur tók skikkju Höskuldar og þerraði blóðið allt með henni og braut svo saman og lagði niður í kistu sína. Þar sem Mörður var goðorðsmaður kom það í hans hlut að fylgja málinu eftir fyrir hönd ættingjanna. Hann fór á vettvang og lýsti vígi Höskuldar á hendur Skarphéðni, bræðrum hans og Kára en nefndi aldrei sinn þátt. Vígið spurðist um allar sveitir og mæltist illa fyrir. Þegar Flosi frétti af því færði það honum áhyggjur og reiði og var hann þó vel stilltur. Hann reið í Ossabæ til Hildigunnar. Hún tók frænda sínum fagnandi og bauð honum inn. Hún settist hjá honum og töluðu þau lengi saman. Þegar leið á kvöldið eggjaði hún Flosa æ ákveðnar til hefnda. Á endanum gekk hún til hans, greiddi hárið frá augum sér og grét. Flosi mælti: „Skapþungt er þér nú frænka en það er þó vel að þú grætur góðan mann.“ Hún spurði hvernig hann myndi liðsinna henni. Flosi svaraði að hann myndi annaðhvort sækja málið á þingi eða vinna að sáttum. Hún mælti: „Hefna mundi Höskuldur þín.“ Flosi svaraði: „Ekki skortir þig grimmleik og er augljóst hvað þú vilt.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=