Brennu-Njáls saga II

24 Þeir hlaupa þá allir að honum, bræður Skarphéðins, Kári og Mörður, og vinna á honum. Bræðurnir og Kári fóru heim til Bergþórshvols og sögðu Njáli frá víginu. „Hörmuleg tíðindi eru þetta,“ segir Njáll, „og illt að vita því að satt að segja þætti mér betra að hafa misst tvo syni mína og Höskuldur lifði.“ „Það er nokkur vorkunn,“ segir Skarphéðinn, „þú ert maður gamall og er von að þú takir þetta nærri þér.“ „Það er ekki síður það en ellin,“ segir Njáll, „að ég veit betur en þið hvað eftir mun koma.“ „Hvað mun eftir koma?“ segir Skarphéðinn. „Dauði minn,“ segir Njáll, „og konu minnar og allra sona minna.“ „Hverju spáir þú fyrir mér?“ segir Kári. „Erfitt verður fyrir þá að ganga á móti gæfu þinni,“ segir Njáll. Njáll tók víg Höskuldar svo nærri sér að hann gat aldrei rætt um það ógrátandi. Hildigunni dreymdi illa og þegar hún vaknaði fann hún að Höskuldur var horfinn úr rúminu. Hún sendi menn þegar í stað að leita að honum. Þegar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=