22 Njálssona og bauð honum nýjan bústað til öryggis. Höskuldur afþakkaði það og sagðist ekki vilja flýja. Flosi spáði því þá að stór vandræði hlytust af þessum illindum. Þegar Höskuldur kvaddi gaf Flosi honum virðulega skarlatsskikkju að skilnaði. Það var einn dag um vor að Mörður kom til Bergþórshvols og ræddi við Njálssyni og Kára. Mörður rægði Höskuld að vanda og eggjaði Skarphéðin að drepa hann. Skarphéðinn lét þá til leiðast með því skilyrði að Mörður tæki þátt í víginu. Skyldu þeir allir vinna á Höskuldi. Um nóttina kemur Mörður að Bergþórshvoli. Njálssynir og Kári taka þá vopn sín og ríða í braut með honum. Þeir fara að Ossabæ og bíða hjá garði nokkrum. Veður var gott og sól upp komin. Í þennan tíma vaknar Höskuldur. Hann fer í klæði sín og tekur yfir sig skikkjuna frá Flosa. Hann tekur kornkippu og sverð í aðra hönd og fer til gerðisins og sáir niður korninu. Skarphéðinn sprettur upp undan garðinum en Höskuldur vill snúa undan. Þá hleypur Skarphéðinn að honum og mælir: „Þú skalt ekki hopa, Hvítanesgoðinn“ og heggur til hans og kom í höfuðið og féll Höskuldur á hnén. Hann mælti er hann féll: „Guð hjálpi mér en fyrirgefi ykkur.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=