Brennu-Njáls saga II

20 Þau tíðindi urðu í Noregi að Hákon jarl féll en Ólafur Tryggvason var tekinn til konungs. Ólafur hafði kristnað Hjaltland, Orkneyjar og Færeyjar og vildi nú kristna Ísland. Margir mæltu að mikil firn væru að hafna fornum sið og átrúnaði en Njáll og fleiri mæltu hinum nýja sið bót. Þegar Ólafur konungur sendi Þangbrand til Íslands að boða kristni tók Njáll trú og allt hans heimafólk. Árið eftir var úrskurðað á Alþingi að Íslendingar skyldu vera kristnir. Maður er nefndur Mörður. Hann var sonur Valgarðs hins gráa, er verið hafði goðorðsmaður í Rangárþingi. Valgarður hafði eftirlátið syni sínum goðorðið en var sjálfur í kaupferðum. Móðir Marðar var Unnur Marðardóttir. Hún var náfrænka Gunnars á Hlíðarenda og Þráins Sigfússonar. Fáum árum eftir að kristni var lögtekin sneri Valgarður hinn grái til Íslands. Honum líkaði illa hversu margir höfðu yfirgefið gamla goðorðið hans til að vera með Höskuldi í hinu nýja Hvítanesgoðorði. Hann lagði til að Mörður losaði sig við bæði Höskuld og syni Njáls með því að kynda undir óvild á milli þeirra. Njálssynir myndu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=