Brennu-Njáls saga II

19 Njáll kom að máli við Höskuld og lagði til að hann bæði Hildigunnar. Höskuldur fór að ráði hans og tók Flosi honum vel. En Hildigunnur setti það fyrir sig að Höskuldur átti ekki goðorð. Njáll fékk þriggja vetra frest til að ráða fram úr því. Þegar enginn vildi selja Höskuldi goðorð sitt kom Njáll fram lagabreytingu á Alþingi sem heimilaði honum að taka upp nýtt goðorð á Hvítanesi handa Höskuldi og kallaðist hann eftir það Höskuldur Hvítanesgoði. Hildigunnur var þá föstnuð Höskuldi og brúðkaup haldið. Njáll keypti handa þeim land í Ossabæ og fluttu þau þangað. Afar kært var með sonum Njáls og Höskuldi og voru þeir gjarnan saman í ferðum. Hvert haust buðu þeir hver öðrum heim og gáfu stórgjafir. Fer svo lengi fram.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=