Brennu-Njáls saga II

18 Njáll fékk Ketil til að bjóða honum fóstur og flutti drengurinn í Mörk. Einhverju sinni kemur Njáll í Mörk og ræðir við sveininn: „Veist þú hvað varð föður þínum að bana?“ spyr Njáll. Sveinninn svarar: „Ég veit að Skarphéðinn vó hann og þurfum við ekki að minnast á það sem sæst hefur verið á og fullar bætur greiddar fyrir.“ Njáli þótti svarið gott. Hann bauð Höskuldi fóstur og flutti drengurinn á Bergþórshvol. Njáll unni honum mikið og synir hans einnig. Þeir leiddu hann eftir sér og gerðu honum allt til sóma. Höskuldur óx úr grasi og varð bæði mikill og sterkur. Hann var manna fríðastur sýnum og hærður vel, manna best vígur, blíður í máli, örlátur og stilltur, vinsæll og talaði vel um alla menn. Flosi Þórðarson bjó að Svínafelli í Öræfum. Hann var mikill höfðingi, stórvaxinn og styrkur og manna kappsamastur. Hildigunnur Starkaðardóttir var bróðurdóttir Flosa. Hún var skörungur mikill og kvenna fríðust sýnum. Hún var allra kvenna grimmust og skaphörðust en drengur góður. Flosi hafði lofað að gifta hana ekki goðorðslausum manni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=