17 Gunnar Lambason og Grana Gunnarsson, og mælti: „Tekið hef ég hér hvolpa tvo, hvað skal við þá gera?“ „Þú hefur kost á að drepa þá báða,“ svarar Helgi. „Ekki nenni ég að eiga Högna að vini en drepa bróður hans,“ svarar Skarphéðinn. „Koma mun að því að þú vildir hafa drepið þá, því að þeir munu aldrei verða þér trúir og enginn þeirra sem hér er,“ segir Helgi. „Ekki mun ég hræðast þá,“ segir Skarphéðinn. Þeir slepptu Grana, Gunnari og Lamba og sneru heim á Bergþórshvol. Njáli þóttu þetta mikil tíðindi og spáði því að átökin myndu leiða til dauða eins sonar síns ef ekki yrði meira að. Þráinn átti sex bræður er nefnast hér Sigfússynir. Ketill hét einn þeirra, hann bjó í Mörk austan við Markarfljót. Hann átti Þorgerði dóttur Njáls. Ketill kom að máli við Njál um bætur fyrir víg Þráins. Njáll tók því vel og bað Ketil að kalla saman alla þá sem áttu rétt á bótum. Ketill kallaði bræður sína saman til fundar á Hlíðarenda og greiddi Njáll fé allt af hendi vel og skörulega. Þráinn lét eftir sig ungan son er Höskuldur hét.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=