Brennu-Njáls saga II

15 ríðandi og sáu blika á skildina. Þeir sneru þá ofan með Markarfljóti en Njálssynir og Kári fóru ofan með fljótinu hinum megin. Mikið svell var fyrir austan fljótið og svo hált sem gler. Þeir Þráinn nema staðar á miðju svellinu. Hann fer úr kápunni og tekur af sér hjálminn. Skarphéðinn hafði orðið eftir til að hnýta skóþveng sinn en kemur nú hlaupandi, stekkur yfir fljótið og rennir sér fótskriðu á ísnum svo hratt sem fugl flygi. Í þann mund sem Þráinn ætlaði að setja á sig hjálminn heggur Skarphéðinn til hans með öxinni og í höfuðið og klauf ofan í jaxlana svo að þeir féllu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=