Brennu-Njáls saga II

14 til baka og sögðu þær henni það. Bergþóra sagði sonum sínum og Kára frá þessu. Morguninn sem Þráinn skyldi ríða heim vaknar Njáll snemma og heyrir að öxi kemur við þilið. Stendur hann þá upp og gengur út og sér að synir hans og Kári eru allir með vopnum. Skarphéðinn var fremstur. Hann var í bláum stakki og hafði skjöld og öxi sína reidda um öxl. Næst honum gekk Kári. Hann var í silkitreyju og hafði gylltan hjálm og skjöld með ljónsmynd á. Næst honum gekk Helgi. Hann var í rauðum kyrtli með hjálm og rauðan skjöld með hirti á. Allir voru þeir í litklæðum. „Hvert skal fara?“ kallar Njáll. „Í sauðaleit,“ svarar Skarphéðinn. „Svo var einnig eitt sinn fyrr og veidduð þið þá menn,“ segir Njáll. Skarphéðinn hló að og mælti. „Heyrið þið hvað karl faðir okkar segir, ekki er hann grunlaus.“ „Hvenær mæltir þú þetta fyrr?“ spyr Kári. Skarphéðinn svarar að þá hafi hann vegið mann í hefndarskyni. Njáll gekk inn en þeir fóru upp í Rauðaskriður og fylgdust með ferðum Þráins. Sólskin var um daginn og heiðviðri. Þráinn og menn hans komu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=