Brennu-Njáls saga II

10 Þeir sigldu síðan í hernað með Kára og höfðu hvarvetna sigur og mikið fé. Loks héldu þeir til Noregs en þaðan hugðust þeir sigla til Íslands. Þráinn var þá enn í Noregi. Maður er nefndur Hrappur Örgumleiðason. Hann var kallaður Víga-Hrappur. Hann hafði verið dæmdur í útlegð frá Noregi og var á flótta undan Hákoni jarli. Þráinn og Njálssynir höfðu búið skip sín til hafs þegar Hrappur kemur til þeirra og biður þá að flytja sig. Helgi og Grímur neituðu að taka hann um borð en hann gat fengið Þráin til að taka við sér. Eftir það sigldi Þráinn af stað til Íslands. Hákon jarl varð ævareiður er hann komst að svikum Þráins. Hann grunaði Njálssyni um græsku og sneri reiði sinni gegn þeim, þar sem þeir biðu eftir Kára. Varð þar mikill bardagi. Helgi og Grímur vörðust fimlega og vógu hvor sinn liðsmann jarls áður en þeir voru handsamaðir. Fyrir tilstilli Kára sættist jarlinn þó við þá um síðir og gaf þeim öllum fararleyfi til Íslands. Kári var á Bergþórshvoli þennan vetur og varð góður vinur Skarphéðins. Um vorið bað hann

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=