Brennu-Njáls saga II

8 meira að segja út fyrir landsteinana. Gunnar lét eftir sig eiginkonu, Hallgerði langbrók, og tvo syni, Högna og Grana. Hallgerður hafði staðið í illdeilum við Bergþóru, konu Njáls, sem leitt höfðu til mannvíga. Hún hafði blandað tengdasyni sínum, Þráni Sigfússyni á Grjótá, inn í deilurnar. Sökum þessa voru Hallgerður og Þráinn í litlum metum hjá Bergþóru og sonum þeirra Njáls. Eftir dauða Gunnars flutti Hallgerður til Þráins og Þorgerðar dóttur sinnar að Grjótá og eftirlét Högna Hlíðarenda. Grani flutti með henni og kemur talsvert við sögu í þeim átökum Njálssona og Grjótármanna sem hér er skýrt frá. Sama sumar og Gunnar var veginn hugðu ýmsir ungir menn í héraðinu á að fara utan og var Þráinn Sigfússon einn þeirra. Þráinn sigldi til Noregs og fór til Þrándheims á fund Hákonar jarls sem þá réð yfir Noregi. Þegar jarlinn frétti að hann væri frændi Gunnars á Hlíðarenda bauð hann honum að vera með sér um veturinn. Sumarið eftir sýndi Þráinn mikla hreysti þegar hann drap herskáan víking og útlaga jarls. Hann fékk glæsilegt skip að launum og naut mikillar sæmdar með jarli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=