Markviss málörvun

98 3I Bullorð og orðabull Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Nú fer fram leikur með orðhluta, orð eru tekin í sundur og sett saman á nýjan hátt. Kennarinn segir samsett orð og börnin finna úr hvaða orðhlutum það er búið til. Síðan er orðhlutunum snúið við (kubbar eru notaðir til að tákna hlutana tvo). Að lokum er fundið: 1. Hvort seinna orðið hefur sömu merkingu og það fyrra. 2. Hvort seinna orðið hefur merkingu. Hjálpargögn Kubbar til að hlutgera orðin. Til athugunar Að víxla orðum gerir miklar kröfur til mismunandi þátta málvitundar. Það felur í sér að geta greint sundur orð í minni einingar, skynjað sérhljóðin, víxlað hljóðum og búið til nýjar samstöfur. Þetta gerir einnig miklar kröfur til skammtímaminnis þar sem börnin hafa eingöngu hlustun og heyrnarminni til að reiða sig á (þeir sem eru læsir geta séð orðin fyrir sér). Dæmi um leik Kennarinn: Nú segi ég orð. Það er sett saman úr tveimur orðum. Heyrið þið hvaða orð það eru? Sykur – moli (notið kubba). Börnin: Giska. Kennarinn: Já, það er sykur (bendir á fyrsta kubb) og moli (bendir á annan kubb). Börnin: Endurtaka í kór og leggja kubbana: Sykur (leggja fyrsta kubb) og moli (leggja annan kubb). Kennarinn: Nú víxla ég kubbunum mínum. Hvaða orð skyldi koma þá? Flytur seinni kubbinn og segir moli , flytur fyrri kubbinn og segir sykur . Mola … sykur, molasykur. Börnin: Endurtaka í kór og horfa á kubba kennarans: Mola … sykur (kennarinn bendir á sína kubba), molasykur. 3I

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=