Markviss málörvun

96 3G Orðapúsl Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Þau reyna að finna hvaða orð þau geta myndað með því að skeyta tveimur orðum saman (láta þau mætast). Orðin eru gerð hlutlæg með kubbum eða með höndunum. Hver kubbur (eða hvor hönd) táknar eitt orð. Kubbarnir (eða hendurnar) eru færðir hægt saman þangað til þeir snertast og renna saman í eitt orð. Veljið orðapör þannig að bæði orðin hafi merkingu. Hjálpargögn Tveir kubbar (eða hendur) til að hlutgera orð. Dæmi um leik Kennarinn: Við skulum leika okkur að orðum. Við skulum reyna að finna hvaða nýtt orð við getum búið til þegar við setjum tvö orð saman. Kennarinn: Segir sumar og leggur kubb. Börnin: Endurtaka í kór: Sumar og leggja kubb. Kennarinn: Tekur fyrsta kubbinn og segir sumar, tekur annan kubbinn og segir dagur. Færir kubbana tvo hægt nær hvor öðrum og segir: Sumar … dagur, sumar … dagur, sumardagur. Börnin: Endurtaka í kór og færa kubbana tvo hægt hvorn nær öðrum. Leikið leikinn tvisvar til þrisvar sinnum. Tilbrigði Leika má leikinn á hinn veginn, þannig að samsettum orðum er skipt. Orðhlut­ arnir tveir eru settir fram annað hvort með kubbum eða höndunum. Tillögur um orð hár-spenna garður-stofa gúmmí-stígvél lita-bók kaffi-bolli snjór-karl vetur-föt hjól-skautar bók-hilla púsl-spil brúða-vagn skóli-taska bíll-dekk nýr-mjólk litur-blýantur sumar-frí fótur-bolti sauma-vél sauma-vél skrifa-bók 3G

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=