Markviss málörvun

95 3F Ljúktu við setninguna Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn byrjar á setningu og börnin hjálpa til við að ljúka henni. Síðan er rætt um hvað mörg orð eru í setningunni. Hjálpargögn Kubbar handa öllum. Dæmi um leik Kennarinn: Nú segi ég setningu en hlustið nú vel, það vantar eitthvað í hana. Þið verðið að hjálpa mér að ljúka henni. Kennarinn: Mig langar til að … Barn: fara í bíó. Kennarinn: Segjum nú öll: Mig langar til að fara í bíó. Börnin: Búa til setninguna með kubbunum. Barn: Segir setninguna, bendir á kubbana og telur orðin/kubbana. Tillögur um setningar Vertu … Sjáðu … Hvað ætli … Allir eiga … Ég ætla að … Ég vildi að ég ætti … Bara að ég mætti … Mér finnst gaman að … Heldur þú að … Ég hlakka til að … Tilbrigði Samtal með kubbum. Einn kubbur er lagður fyrir hvert orð. Kennarinn segir til dæmis: Hvað heitir þú? Barnið svarar með setningu: Ég heiti … Þannig geta börnin talað saman með kubbunum. 3F

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=