Markviss málörvun

94 3E Börn leika orð Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Bæði börnin og kubbar tákna orð í þessum leik. Kennarinn gefur nokkrum börnum eitt orð úr setningu (notið vísu sem börnin kunna). Börnin standa upp þegar þau hafa fengið orðið. Þegar öll orðin hafa staðið upp eru þau sögð í réttri röð og mynda þannig lifandi setningu. Á eftir er setningin lögð með kubbum og þeir taldir. Hjálpargögn Kubbar. Dæmi um leik Kennarinn: Tunglið, tunglið, taktu mig. Hvað köllum við þetta? Setningu. Börnin: Endurtaka: Setning. Kennarinn: Nú eiga nokkur ykkar að vera orð í setningu. Bendir á barn og segir: Hvaða orð fékkst þú? Barnið: Stendur upp og segir: Tunglið. Kennarinn: Bendir á annað barn og segir: Hvaða orð fékkst þú? Barnið: Tunglið, og stendur líka upp. Og áfram þannig að þriðja barn fær taktu, fjórða barn fær mig . Kennarinn: Stillir börnunum upp í rétta röð. Orðabörnin segja orðin sín í réttri röð: Tunglið, tunglið, taktu mig. Kennarinn: Hér stendur setning, hvað eru mörg orð í henni? Já, það eru fjögur orð í setningunni. Nú leggjum við setninguna með kubbum. Börnin: Vinna sjálfstætt við að leggja setninguna með kubbum. Kennarinn: Bendir á barn. Barnið: Segir setninguna og bendir á kubbana. Telur orðin/kubbana. Hér má hætta leiknum en einnig má halda áfram með vísuna á sama hátt. Að lokum má láta börnin fara með alla vísuna, eitt orð fyrir hvert barn. Einnig geta orðabörnin skipt um stað. Þá heyrum við hvað vísan verður öðruvísi. 3E

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=