Markviss málörvun

92 3D Leikir með setningar og orð Leiðbeiningar Börnin sitja í hring á gólfinu. Kennari og börn leika sér að setningum og orðum. Kennarinn hefur setningar tilbúnar, orðin eru táknuð með kubbum (einnig má skrifa á töflu eða pappaspjöld, sjá kaflann á undan). Kennarinn segir í byrjun tveggja og þriggja orða setningar og börnin giska á hve mörg orð eru í setningunni. Þau leggja kubb fyrir hvert orð í setningu. Þegar allir hafa lagt setninguna er borið saman við kubba kennarans (eða orðin á töflunni). Eitt barnanna endurtekur nú setninguna um leið og það bendir á eitt orð/hvern kubb. Að lokum segja allir setninguna um leið og þeir benda á sína kubba. Smám saman lengjast setningarnar og rætt er um langar og stuttar setn­ ingar (langar setningar = setningar sem innihalda mörg orð). Til athugunar Það er best að velja einsatkvæðisorð í byrjun þar sem börnin geta ruglað saman orðum og atkvæðum. Það þarf að útskýra að orð verða að hafa merkingu, til dæmis: orðið bílar getur ekki verið tvö orð þar sem bí og lar hafa ekki merkingu hvort í sínu lagi. Það verður að útskýra að allir hlutir sem hafa heiti eru eitt orð, hestur, skautar, brúða o. s. frv. Hjálpargögn Allir nemendur fá 6–7 kubba, til dæmis reikningskubba. Stafakubbar fyrir kennarann. Dæmi um leik Kennarinn: Segir stutta setningu með venjulegum/eðlilegum hraða/ framburði, til dæmis: Ég fór út. Börnin: Endurtaka í kór: Ég fór út. Kennarinn: Segir og leggur kubb fyrir hvert orð: Ég (kubbur) fór (kubbur) út (kubbur). Hvað eru mörg orð í setningunni? Börnin: Giska á hvað orðin eru mörg. Kennarinn: Nú skal ég segja setninguna og leggja einn kubb fyrir hvert orð: Börnin: Í kór og leggja kubb fyrir hvert orð: Ég (kubbur) fór (kubbur) út (kubbur). Kennarinn: Hvað eru mörg orð í setningunni? Nú skulum við athuga hvort þetta er eins og í minni setningu. 3D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=