Markviss málörvun

89 3B Við búum til setningar – um sjálf okkur Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn: Gefur nokkur dæmi um setningar og hefur börnin í aðal­ hlutverki: Sigga á skólatösku. Pétur settist niður. Anna á ný stígvél. Spyr: Hver getur nú sagt okkur setningu? Eitt barnanna: Segir setningu, til dæmis: Lísa á afmæli í dag. Kennarinn: Hvað köllum við svona stutta sögu? Börnin: Setningu. Endurtaka orðið setning, öll í kór. Þrjú til fjögur börn fá að segja eigin setningu. Leika þarf leikinn þar til öll börnin vita hvað setning er. (Sjá fyrri kafla). Sýna mætti setningarnar á töflu eða renningum og tengja þannig talmál og ritmál. 3B

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=