Markviss málörvun

8 tengsla við formlega lestrarkennslu. Slík þjálfun virðist auðvelda öllum börnum að til­ einka sér lestur og stafsetningu. Þjálfunin er þó sérstaklega mikilvæg þegar um er að ræða börn sem eru í áhættu varðandi lestrarörðugleika. Ljóst er að málreynsla barna fyrir lestrarnám skiptir miklu máli. Sagt hefur verið: „Svo læra börnin málið að það er fyrir þeim haft“, og mun það rétt. Þá vaknar spurningin um það hvers konar mál hefur verið haft fyrir börnunum, hvernig þau hafa verið örvuð. Mörg börn fá málörvun strax á fyrstu ævidögum þegar þau eru hvött til að taka þátt í samræðum með hjali sínu. Margir foreldrar/uppalendur byrja snemma að fara með vísur og þulur, syngja og segja börnunum sögur. „Fyrsta lestrarkennsla á sér stað þegar litla barnið er tekið í fangið, opnuð bók og rætt um myndirnar“ (I. Lundberg í fyrirlestri í KHÍ í júní 1986). Lestur gerir nýjar kröfur til barnsins. Þegar það byrjar í skóla hefur það yfirleitt talmál á valdi sínu en jafnvel létt ritmál getur verið því framandi. Fá börn gera sér grein fyrir uppbyggingu málsins áður en lestrarnám hefst. Málskiln­ ingur ungra barna tengist mjög svipbrigðum, handahreyfingum, augnhreyfingum og raddblæ. Þau gera sér ekki skýra grein fyrir einingunum í talmálinu, þ.e. orðum, orðhlut­ um og einstökum hljóðum. Málið er fyrir barninu fyrst og fremst tæki til samskipta, upplýsinga og framkvæmda. Það er innihald málsins sem skiptir máli en ekki form þess og börnin líta á orð og setningar sem eina heild. Það er einkennandi fyrir talmálið að það tengist stað og stund. Ritmálið er oft ólíkt talmálinu og túlkun ritmáls krefst meiri málskilnings. Það er ekki tengt samveru við aðra heldur bundið túlkun ritaðri á blað. Smærri einingar málsins eru ekki alltaf skýrar í talmáli og það er ekki alltaf samhengi milli stafa í orði og framburðar þess. Oft er talað í hálfsögðum setningum og í talmáli er framburður oft hraður og óskýr, til dæmis „gemmérann“, „gessovel“, „viltu vera memm?“ Að tengja saman og sundurgreina hljóð og bókstafi krefst því rökhugsunar. Þetta reynist auðveldara í hljóðréttum orðum en þegar orð eru ekki hljóðrétt krefst samtenging og sundurgreining þeirra þekkingar og skilnings á ritmálinu. Hafa ber í huga að börn þurfa að læra ýmis merki og hugtök, til dæmis orð, setning, lína, efst, neðst, langt orð, stutt orð, efst á blaðsíðunni o.s.frv. Sum börn koma í skólann með þessi atriði á valdi sínu, önnur ekki. Þetta er ekki málið sem börnin þekkja í nýju formi heldur ný leið til tjá­ skipta. Málþjálfunaráætlunin Markviss málörvun felur í sér kerfisbundin vinnubrögð í leik og miðar að því að tengja talmál og ritmál, að undirbúa tengsl stafs og hljóðs. Hún er ætluð til að auðvelda þá táknfærslu og leggja þannig traustan grunn að lestrarnámi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=