Markviss málörvun

88 3A Hugtakið setning kynnt Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Hjálpargögn Stutt saga, til dæmis Tralli, Stubbur eða Vala og vinir hennar. Dæmi um leik Kennarinn: Les stutta sögu fyrir börnin. Les sömu söguna aftur en hefur nú greinilegt hlé á milli setninganna. Það er hægt að skipta sögu í litla hluta. Hver hluti heitir setning. Börnin: Endurtaka í kór: Setning. Kennarinn: Öllu sem við segjum getum við skipt í minni hluta, þá heitir það setning. Þegar við segjum pínulitla sögu, þá heitir það setning. Börnin: Endurtaka í kór: Setning. Að lokum mættu nokkur börn segja pínulitla sögu, þ.e. setningu. Tilbrigði Kennarinn: Segir börnunum frá einhverju með venjulegum talhraða. Til dæmis: Ég fór að versla í gær. Ég keypti peysu og skó. Á heimleiðinni kom ég við í bakaríinu og keyptibrauð. Segir söguna aftur, en nú hægt, með greinilegu bili milli setninga. Heyrðuð þið að þetta var stutt saga? (Heyrðuð þið hvað setningarnar voru margar?) 3A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=