Markviss málörvun

86 Tilbrigði Börnin skrifa nafn móttakanda framan á bréfið og sendanda aftan á það. Ákveðið er fyrirfram hver á að senda hverjum svo að öruggt sé að allir fái bréf. Einnig er gaman að teikna frímerki á bréfið og merkja hvort það á að fara í A eða B póst. Til athugunar Börnin skynja notagildi ritunar. Dæmi um leik Börnin: Ganga réttsælis í hring og leiðast. Pósturinn: Gengur rangsælis inni í hringnum. Börnin: Á vissum stað í söngnum rétta öll börnin fram lófann. Pósturinn: Klappar á alla framréttu lófana og leggur bréfið í þann lófa sem hann endar á eða þess sem átti að fá bréfið sé það einhver sérstakur: 2Þ Vísnabókin okkar Leiðbeiningar Vísnabókin okkar er safn þulna og vísna sem bekkurinn hefur leikið sér með í vetur. Hvert barn býr sér til sína bók. Kennarinn ljósritar eitt eintak handa hverju barni (stækkar letrið ef vill). Blöðin eru skorin til svo að þau komist á blaðsíðuna ef notaðar eru stílabækur. Börnin líma ljósritið hvert í sína bók (eða festa blaðið í möppu) og myndskreyta vísuna/þuluna samkvæmt efninu eða hefta saman nokkur blöð og skreyta forsíðuna. Til athugunar Börnin mega koma með tillögur um hvaða vísur eða þulur þau vilja hafa í bókinni. Gera mætti óskalista og hengja upp til minnis. Hjálpargögn Hefti eða bók með auðum blaðsíðum. (Mappa A4 til að safna blöðunum í). Blýantar og litir. Afrit af þulum og vísum (stækkað letur ef vill) handa hverju barni. 2Z 2Þ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=