Markviss málörvun

85 2Z Póstleikur II Leiðbeiningar I Börnin þurfa fyrst að læra sönginn sem notaður er í leiknum og fer hér á eftir. Ég skrifaði þér bréf í gær, ég skrifaði þér bréf í gær, ég skrifaði þér bréf í gær og setti það í póst. Og nú er það á leiðinni, og nú er það á leiðinni, og nú er það á leiðinni, kæri vinur minn. (Börnin rétta fram lófana og bréfberinn klappar í þá). Hérna kemur bréfberinn, hérna kemur bréfberinn, hérna kemur bréfberinn með bréfið mitt til þín. Barnið sem fær bréfið verður næsti bréfberi. Hjálpargögn A-5 blöð handa öllum börnunum. Skriffæri, litir. (Nöfn allra barnanna skrifuð á töfluna, ef á að merkja bréfin). Leiðbeiningar II A) Börnin sitja hvert við sitt borð. Nú eiga þau að skrifa bréf til hinna. Öll fá þau blað (A5) sem er brotið saman til helminga. Þau teikna orð inn í bréfið sem móttakandi á að finna rímorð við. Eitt barnanna er valið með runu til þess að vera pósturinn. Kennarinn safnar saman bréfunum og lætur póstinn (bréf­ berann) fá eitt bréf í einu. B) Börnin standa nú upp og mynda hring en bréfberinn er inni í hringnum. Þau syngja sönginn. Bréfberinn færir móttakanda bréfið sem kvittar fyrir mót­ tökuna með því að finna orð sem rímar við orðið í bréfinu, einn eða með aðstoð hinna barnanna. 2Z

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=