Markviss málörvun

84 2Y Ljóðabók Leiðbeiningar Þegar börnin eru komin upp á lagið með að ríma væri gaman að búa til Ljóðabók bekkjarins. Þetta verkefni er unnið í nokkrum áföngum. a) Börnin sitja í hring og yrkja saman lítið ljóð um alla í bekknum, líka kennar­ ann, um eitthvað sem gerðist eða gæti hafa gerst. Hvert barn gæti líka ort um sjálft sig (til dæmis með aðstoð að heiman). Vísurnar mega vel vera skondnar. Kennarinn skrifar niður ljóð hvers barns hjá sér. b) Kennari afhendir börnunum blöðin með ljóðunum sem þau ortu. Hvert barn myndskreytir sitt ljóð. c) Ljóðablöðin eru ljósrituð og þeim safnað í bók, Ljóðabók bekkjarins, eitt eintak handa hverju barni. Hjálpargögn Blöð, blýantar og litir. Til athugunar Ljóðabókina mætti síðan nota í öðrum rímleikjum. Þessi leikur hefur orðið mörgum börnum hvatning til að yrkja fleiri ljóð heima með aðstoð foreldra. 2Y

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=