Markviss málörvun

83 2X Setningarím með hlutum Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn lætur nokkur þeirra hafa smáhlut eða mynd í hendur. Börnin eiga að hlusta á og segja síðan heiti hlutarins sem þau fengu. Kennarinn segir stutta rímsetningu. Barnið sem fékk hlutinn sem rímar við setningu kennarans svarar með rímorði eða stuttri rímsetningu. Hjálpargögn Smádót. Sjá tillögur í 2H Rímað við mynd og Rímorðasafnið í 2U. Nokkrar setningar sem kennarinn hefur undirbúið og ríma við hlutina sem börnin fengu. Dæmi um leik Kennarinn: Deilir út hlutum (myndum) til barnanna og segir við hvert þeirra hvað það er sem þau fá, til dæmis: Þú færð mús. Hvað er þetta? Barnið: Endurtekur: Mús. Kennarinn: Hefur nú leikinn og segir: Einu sinni var hús. Börnin: Endurtaka hátt og skýrt í kór.: Einu sinni var hús. Kennarinn: Rímar einhver hlutur hér við orðið hús? Barnið: Sem er með hlutinn sem rímar, stendur upp og gengur til kennarans með hann og segir: Mús. Eða býr til setningu: Einu sinni var hús – þar bjó lítil mús . Kennarinn: Kemur með nokkrar setningar í viðbót. Hann segir í lokin: Á morgun getum við farið aftur í leikinn og þá fá fleiri krakkar hluti til að gera rímorð. 2X

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=