Markviss málörvun

82 2V Setningarím með bolta Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn hefur útbúið lista með nokkrum setningum sem auðvelt er að ríma við. Börnin svara eitt og eitt í einu. Síðan mætti skrifa rímið á töfluna. Hjálpargögn Listi með setningum sem auðvelt er að ríma við. Rímorðalisti 2S eða Rímmyndasafnið 2U gæti komið að gagni við gerð setninga. Mjúkur bolti. Dæmi um leik Kennarinn kastar bolta til eins barnsins og segir til dæmis: Hér er bíll. Barnið: Grípur boltann, kastar honum aftur til kennarans og segir: Hér er fíll. Börnin: Endurtaka rímið hátt og skýrt í kór: Bíll – fíll. Kennarinn: Kastar til næsta barns, segir aðra setningu o.s.frv. 2V

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=