Markviss málörvun

7 Wagner, Torgesen og Rashotte í Bandaríkjunum gerðu langtímarannsókn á tengslum hljóðkerfisvitundar barna og lestrarfærni þeirra. Rannsóknin hófst 1988 þegar börnin voru í forskóladeild (Kindergarten), áður en lestrarkennsla byrjaði, og stóð hún yfir í þrjú ár. Wagner, Torgesen og Rashotte rannsökuðu þrjá þætti sem álitnir eru hafa áhrif á lestrarferlið. Þau rannsökuðu í fyrsta lagi hljóðkerfisvitund barnanna (phonological awareness), í öðru lagi hljóðrænt minni þeirra (phonological memory) og í þriðja lagi hve hratt börnin námu hljóðræn skilaboð (rate of access for phonological information). Í niðurstöðum kom í ljós að hljóðgreiningarþátturinn skipti mestu máli sem lestrar­ undirbúningur og hafði mest forsagnargildi. Mælt er eindregið með því að hljóðræn þjálfun sé alltaf hluti af forvarnarstarfi með byrjendum og fyrstu lestrarkennslu. Þjálfun ætti að fara fram bæði í aðgreiningar- og samtengingarþáttunum, með ýmiss konar leikjum, til dæmis að finna hljóð fremst, aftast og inni í orði, að finna stöðu hljóða í orðinu, bera fram stök hljóð í orðum og búa til orð úr stökum hljóðum. Wagner, Torgesen og Rashotte telja að hljóðgreiningarþjálfun sé áhrifaríkust þegar hún er tengd lestrarkennslu, í tengingu hljóðs og stafs (phoneme-grapheme correspondances), og sé því best að þjálfa þetta tvennt saman. Hins vegar benda þau á að meiri og róttækari þjálfun þurfi til að breyta stöðu barna með alvarlega lesröskun. Meðal hinna mörgu sem hafa rannsakað áhrif hljóðgreiningarfærni í lestrarnámi er Ingvar Lundberg í Svíþjóð sem hefur ásamt fleirum rannsakað áhrif hljóðrænnar þjálf­ unar um langt árabil og hafa þær rannsóknir vakið athygli víða um lönd. Nefna má viðamikla rannsókn Lundbergs, Höien, Stanowich og Bjaalid (1995) þar sem áhrif nokkurra grunnþátta hljóðkerfisvitundar voru rannsökuð. Í niðurstöðum kom í ljós að hljóðgreiningarfærnin er langmikilvægasti þátturinn. Ingvar Lundberg og Jörgen Frost höfðu þegar hafið rannsóknir árið 1986, er þeir komu til Íslands og kynntu þjálfunaráætlun sína, sem varð kveikjan að þjálfun sex ára barna hér á landi í markvissri málörvun. Árið 1988 hófu Ingvar Lundberg og samstarfsmenn hans í Danmörku og Noregi lang­ tímarannsókn á 400 börnum. Tilgangurinn var að rannsaka áhrif hljóðrænnar þjálfunar sem undanfara lestrarkennslu. Börnin sem þátt tóku voru þá í forskólabekk (sex ára bekk) og var þeim skipt í tvo hópa, tilraunahóp og samanburðarhóp. Hvorugur hópurinn hafði enn fengið lestrarkennslu. Einungis börnin í tilraunahópnum fengu hljóðræna þjálfun, en í samanburðarhópnum fengu börnin hefðbundna þjálfun. Færni barnanna í báðum hópunum í lestri og hljóðgreiningu var athuguð á sjö mánaða fresti í fjögur ár. Niður­ staða rannsóknarinnar var þríþætt. Í fyrsta lagi kom í ljós að hljóðgreiningarþjálfun auð­ veldar lestrarnám, enda þótt hún tengist ekki lestrarkennslu. Í öðru lagi sýndu niður­ stöður fram á að þjálfun í hljóðgreiningu dregur úr lestrar- og stafsetningarörðugleikum síðar. Í þriðja lagi sýndi rannsóknin að hljóðræn þjálfun sem undanfari hefðbundinnar lestrarkennslu hefur langtímaáhrif, a.m.k. fjögur fyrstu ár skólagöngunnar. Þau börn sem höfðu fengið hljóðræna þjálfun í forskóladeild sýndu mun betri árangur í lestri og staf­ setningu en börnin í samanburðarhópnum í öllum þeim athugunum sem gerðar voru á þessu tímabili. Rannsóknin sannaði því að hægt er að styrkja hljóðvitund barna án

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=