Markviss málörvun

77 2U Rímmyndasafnið Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Nokkrum myndum er dreift á gólfið með bakhliðina upp. Eitt barnanna dregur mynd og segir af hverju hún er. Annað barn á að finna orð sem rímar við myndina. Til athugunar Myndasíðurnar má síðar nota þannig að leikur að hljóðum tengist rími. (Sjá 6. kafla). Ef vill mætti skrifa orðin á eða aftan á myndirnar. Hjálpargögn Myndirnar 45 úr Rímmyndasafninu (sjá næstu blaðsíður). Myndasíðurnar sem merktar eru a), b) og c) má ljósrita og klippa niður. Myndirnar endast betur ef þær eru límdar á pappa. Undirstrikuðu orðin í orðalistunum eiga við myndirnar. Dæmi um leik Barn 1: Dregur mynd og sýnir hana og segir af hverju hún er, til dæmis: Þetta er hús. Barn 1: Sýnir barni 2 (sessunaut) myndina og segir: Hús. Barn 2: Finnur rímorð, til dæmis mús. Öll börnin: Endurtaka rímið hátt og skýrt í kór: Hús – mús. Barn 2: Dregur mynd og þannig koll af kolli. a) hús – mús– lús –fús sól – ból– tól – ól rós – dós – ós ís – dís – rís – grís mús – lús – hús – krús fata – rata – Kata – gata fáni – máni – kjáni kaka – baka – vaka – taka lúða – rúða – brúða 2U ól – ból – sól – tól lás – bás – rás – más dós – rós – fjós – hrós úr – búr – súr – dúr næla – mæla – væla – skæla lús – hús – krús – mús

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=