Markviss málörvun

2T Myndarím – hvað eru þau að gera? Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn sýnir þeim myndirnar sem fylgja þessum leik og þau skoða hvað er á þeim svo að allir séu með sömu setningar í huga þegar leikurinn hefst. Kennarinn fer með fyrri hluta rímsins en börnin eiga að finna myndina sem rímar við það sem kennarinn sagði. Hjálpargögn Á næstu blaðsíðu eru 15 myndir sem fylgja þessum leik. Ljósrita mætti blaðsíðuna í jafnmörgum eintökum og börnin eru og ef vill klippa hana niður þannig að hvert barn fái 3–6 myndir í einu. Öll fá þau sams konar myndir. Dæmi um leik Kennarinn: Sýnir myndirnar og fer með fyrri hluta rímsins, til dæmis: Strákurinn er að klippa. Börnin: Skoða myndirnar og finna mynd sem rímar: Stelpan er að sippa. Barn er beðið um að fara með allt rímið: Strákurinn er að klippa – stelpan er að sippa. Öll börnin: Strákurinn er að klippa – stelpan er að sippa. Kennarinn: Börnin: 1. Mig kitlar í tær. Stelpan hlær. 2. Ég fór út að aka. Strákurinn er að baka. 3. Ég á von á gesti. Stelpan situr á hesti. 4. Ég er að borða bjúga. Fuglarnir eru að fljúga. 5. Ég er að veiða ála. Stelpan er að mála. 6. Ég segi aldrei sko. Maðurinn er að þvo. 7. Bíllinn er alltaf að bila Strákurinn er að spila. 8. Hestar hneggja í haga. Strákurinn er að saga. 9. Ég ætla að fá mér kók. Stelpan les í bók. 10. Ég fór á honum Skjóna. Konan er að prjóna. 11. Strákurinn er að klippa. Stelpan er að sippa. 12. Ég set mat á disk. Strákurinn veiðir fisk. 13. Ég sá mannýgt naut. Stelpan borðar graut. 14. Úti er snjór og frost. Músin étur ost. 15. Ég á lítinn fola. Fuglinn étur mola. 75 2T

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=