Markviss málörvun

73 2R Fuglarím Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn segir stutta setningu þar sem vantar síðasta orðið og börnin koma með tillögu um rímorð. Kennari getur tæpt á fyrsta hljóði rímorðsins ef þeim reynist þetta erfitt. Velja mætti einhverja setningu og setja í Risarímbókina 2I eða skrifa á töfluna. Dæmi um leik Kennarinn: Velur nokkrar af fuglarímssetningunum hér að neðan. Hefurðu séð önd labba niður á … ( strönd)? Börnin: Koma sér saman um rímorð. Tillögur 1. Hefurðu séð önd labba niður á … (strönd)? 2. Hvað ert þú að rugla, þetta er bara … (ugla). 3. Hvar er lítil lóa? Hún er úti í … (móa). 4. Sástu nokkurn spóa? Ég sá hann úti í … (móa). 5. Hérna syndir svanur, hann er þessu … (vanur). 6. Sérðu þennan máf? Ég veiði hann í … (háf). 7. Þarna situr lundi, oft sést hann á … (sundi) 8. Á kletti situr rita sem er að fá sér … (bita). 9. Þarna sé ég fýl, hann spýtir á minn … (bíl). 10. Svo er þarna kría sem flýgur upp til … (skýja). 11. Og kolsvartur hrafn, ég set hann í mitt ... (safn). 12. Ég heyri nú í þresti, þá er von á … (gesti). 13. Á steini situr sólskríkja, á hvern skyldi hún … (kíkja)? 14. Hátt flýgur örninn, engin fær hann … (börnin). 15. Og fallegi fálkinn er daufur í … (dálkinn). 16. Hvar er litla rjúpan? segir vonda … (stjúpan). 17. Hér er lítil hæna. Komdu hingað … (væna). 18. Ég á gráa dúfu sem er með bláa … (húfu). 19. Lítill snjótittlingur leikur við hvurn sinn… (fingur). 20. Í hverjum heyrði Haukur? Það var hrossa … (gaukur). 2R

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=