Markviss málörvun

72 2P Dýrarím Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn segir stutta setningu þar sem vantar síðasta orðið og börnin koma með tillögu um rímorð. Kennari getur tæpt á fyrsta hljóði rímorðsins ef þeim reynist þetta erfitt. Velja mætti einhverja setningu og setja í Risarímbókina 2I eða skrifa á töfluna. Dæmi um leik Kennarinn: Velur nokkrar af dýrarímssetningunum hér á eftir: Lítil mús skaust inn í … (hús). Börnin: Koma sér saman um rímorð. Notið 5–10 setningar í leik. Tillögur 1. Lítil mús skaust inn í … (hús). 2. Ég sá rottu skríða undir … (mottu). 3. Litla flóin stökk oní … (skóinn). 4. Ég sá grís sem var að éta … (ís). 5. Lítil lús drakk öl úr … (krús). 6. Ég sá ál sauma með … (nál). 7. Hér er refur sem stein … (sefur). 8. Hér er kind, ég tek af henni … (mynd). 9. Hér er slanga, hún kann ekki að … (ganga). 10. Hér er kýr, hún er stórt … (dýr). 2P 11. Hér er ormur sem er eins og … (gormur). 12. Ég sá geit sem var á … (beit). 13. Hér er hestur, á honum situr … (prestur). 14. Ég sá ýsu sem söng heila … (vísu). 15. Ég sá svín sem drakk mikið … (vín). 16. Ég sá fíl keyra lítinn … (bíl). 17. Ég sá hund fá sér góðan … (blund). 18. Hér er stærðar lax, ég vil veiða hann … (strax). 19. Þarna er lítil mús að laumast bak við … (hús). 20. Hér er lítill api sem er í góðu … (skapi).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=