Markviss málörvun

71 2O Kanntu að ríma? Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn les fyrri hluta rímsins upp og börnin koma með tillögur um rímorðið sem vantar. Síðar gætu börnin búið til rímsetningar sjálf. Dæmi um leik Kennarinn: Les fyrri hluta rímsins upp, til dæmis: Kanntu brauð að baka svo úr því verði … (kaka) Börnin: Koma með rímorðið sem vantar. Endurtaka allt rímið saman, hátt og skýrt í takt. Kennarinn getur tæpt á fyrsta hljóði rímorðsins ef þeim reynist þetta erfitt. Velja mætti einhverjar setningar til að setja í Risarímbókina 2I eða skrifa á töfluna. Tillögur 1. Pétur er að ríma, Óli er að … (líma). 2. Bína var að baka, það var skrýtin … (kaka). 3. Kisa malar, haninn … (galar). 4. Hér er fallegt hús, þar býr lítil … (mús). 5. Snati á að sofa, inni í hunda … (kofa). 6. Jói er í skóla og hann kann líka að … (hjóla). 7. Ása fór í búð og keypti stóran … (snúð). 8. Sjáðu hér er hringur, ég set hann á minn … (fingur). 9. Karl með skegg klifraði upp á … (vegg). 10. Hver klifraði upp á vegg? Karl með … (skegg). 2O 11. Hundurinn geltir, kötturinn … (eltir). 12. Hvern var kisa að elta? Hund sem var að … (gelta). 13. Skessan skálmar, kisa … (mjálmar). 14. Hver situr úti í götu og er að mjólka í … (fötu)? 15. Hvert fór afi á honum Rauð að sækja bæði sykur og … (brauð)? 16. Þegar klukkan er átta förum við að … (hátta). 17. Kanntu að prjóna úr garni. og vagga litlu … (barni)? 18. Við skulum vera saman, það er svo voða … (gaman). 19. Köttur úti í mýri setti upp á sig … (stýri). 20. Hver setti upp á sig stýri? Köttur úti í … (mýri).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=