Markviss málörvun

70 Tilbrigði Hvaða orð rímar ekki? Börnin sitja í hring. Kennarinn segir þeim að hann ætli að segja nokkur orð í röð, þrjú þeirra ríma en eitt ekki. Þau eiga að finna orðið sem rímar ekki en þau mega ekki segja neitt fyrr en kennarinn spyr þau hvaða orð það er? Til athugunar Þessi leikur sem er óhlutbundinn (án mynda) reynir á heyrnarminni, einbeitingu og hlustun og ef orðin sem ríma ekki tengjast merkingarlega rímorðunum er erfitt fyrir sum börn að einbeita sér að ríminu (forminu) og horfa fram hjá merkingunni (innihaldinu). Hjálpargögn Rímorðalisti 2 S. Dæmi um leik Kennarinn: Nú ætla ég að segja nokkur orð sem þið eigið að endurtaka: Afi – safi – djús. Börnin: Afi – safi – djús. Kennarinn: Rímuðu öll orðin? Hvaða orð rímaði ekki? Börnin: Djús. Tillögur að orðum 1) Ás – lás – spil – bás 2) Búr – úr – kúr – mús 3) Ljós – kerti – dós – rós 4) Sápa – kápa – hattur – glápa 5) Rás – rós – fjós – dós 2N

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=