Markviss málörvun
68 2M Fagur fiskur í sjó Leiðbeiningar Börnunum er kennd vísan áður en farið er í leikinn. Sjá Vísur og þulur, 2C. Fagur fiskur í sjó, brettist upp á halanum með rauða kúlu á maganum. Vanda, banda, gættu þinna handa. Vingur, slingur, vara þína fingur. Fetta, bretta, brátt skal högg á hendi detta. Börnin liggja á hnjánum í hring. Kennarinn telur þau saman í pör: 1–2, 1–2. Eitt og tvö eru saman og snúa hvort að öðru. Barn eitt leggur höndina í lófa barns tvö sem með lausu höndinni strýkur hönd hins mjúklega í takt við vísuna um leið og þau fara með hana öll í kór. Þegar þau segja: brátt skal högg á hendi detta , reynir barn tvö að koma höggi á hönd hins barnsins. Til athugunar Leikurinn stuðlar að því að börnin snerti hvert annað en sum eru feimin við að snerta aðra á jákvæðan hátt. Stríðnin fær svo leyfilega útrás í lokin. 2M
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=