Markviss málörvun

67 2L Legg í lófa karls, karls Leiðbeiningar Áður en leikurinn hefst þarf að kenna börnunum þessa vísu: Legg í lófa karls, karls, karl skal ekki sjá. Kæru vinir, gullmola kýs ég mér að fá. (Örl. breytt). Börnin krjúpa í hring. Kennarinn sýnir þeim stein (gullmola) sem þau eiga að láta ganga hringinn þangað til vísan er búin. Kennarinn ræður hver byrjar með steininn. Þegar steinninn stöðvast eiga þau að finna eitthvað fallegt og gott (gullmola) til að segja um þann sem endaði með steininn (1–2 atriði). Steinninn er látinn fara hringinn í takt við vísuna. Þau rétta hann og taka við honum með hægri hendi. Síðar mætti vera með fleiri en einn stein í gangi. Þeir sem eru ekki með steininn klappa taktinn með hægri hendi í gólfið eða á lærið á meðan. Til athugunar Leikurinn styrkir sjálfsmynd barnanna og það að þurfa að koma orðum að og gera sér grein fyrir jákvæðum tilfinningum sínum hvert í annars garð. Steinninn fer í lesátt (frá vinstri til hægri, rangsælis). Hjálpargögn Fallegur steinn (einn eða fleiri) sem fer vel í hendi og veltur ekki þótt þau missi hann. Baunapoki kemur að sama gagni. 2L

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=